top of page

                 Lendardómar Suður-Afríku

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leyndardómar Suður-Afríku

 

 

I samstarfi við Martins Resor AB ætlum við að ferðast til Suður Afríku 20.10. – 3.11.2025.

Við upplífum það besta sem Suður Afríka hefur uppá að bjóða.

Í þessum tveggja vikna ferðalagi dveljum við í 8 daga á 4ra stjarna hóteli í Höfðaborg, sem er talin vera ein þeirra fallegustu borga í heiminum. Við förum í skoðunarferðir til Góðarvonahöfða, Stellenbosch, aðalstaður suður afrísku vínanna. Líka til Hermanus til að skoða hvali.

Þar á eftir dveljum við í þrjá daga á Elephant Plains Game Lodge, þar sem við förum í safaritúra í Sabi Sand við Kruger Park.

Flogið frá Íslandi, millilendingar í London og Doha, til Höfðaborgar. Heim er flogið frá Jóhannesarborg með millilendingar í Doha og London og þaðan til Keflavíkur.

Verð: 790.000 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Mikið innifalið: Flug, transfer frá og að flugvöllum, gisting á 4ra stjarna hóteli og frumskógahóteli með öllum þægindum, skoðunarferðir, 3 hádegisverðir og 2 kvöldverðir í Höfuðborg, fullt fæði á frumskógarhótelinu.

Ferðin er farin í samstarfi við Martins Resor, sem er með ferðaskrifstofuleyfi og tryggingar. Alandía Travel Service er líka með ferðaskrifstofuleyfi á Íslandi. Martin Käyhkönen, eigandi Martins Resor AB, verður með okkur alla daga sem farastjóri. Hann þekkir vel allt sem við ætlum að gera, þar sem hann hefur skipulagt ferðir og stjórnað samskonar ferðum í mörg ár. Hann dvelur reglulega í Suður Afríku og er vel kunnugur á svæðinu. Per verður leiðsögumaður á íslensku og með hópnum allan tímann.

 

 

 

 

 

Ferðalýsingar:

 

Dagur 1 (Mán. 20/10 2025):

Lagt verður af stað kl. 07:40 frá Keflavík og flogið til London Heathrow með Icelandair. Við höldum áfram til Doha með Qatar Airways, þar sem við millilendum kl. 23:20 á staðartíma. Við komum svo til Höfðaborgar kl. 10:50 næsta dag (6/10). Tímabeltið er +2 klst. (tveimur tímum á undan Íslandi).

Dagur 2 (Þrið. 21/10/2025):

Lent er kl. 10:50 í Höfðaborg og mun farastjórinn okkar Martin hitta okkur og leiða hópinn í stutta skoðunarferð um borgina. Ef veðrið leyfir getum við farið í kláf upp á Table Mountain þaðan sem er einstakt útsýni í góðri veðri.

Eftir þetta skráum við okkur inn á The Hyde Hotel sem staðsett er í borgarhlutanum Sea Point, steinsnar frá Atlantshafinu. Hótelið verður okkar heimili næstu átta daga. Gist er í tveggja manna herbergjum og á er glæsileg sundlaug á þakinu á hótelinu með útsýni í allar áttir. Morgunmatur er innifalinn alla daga á meðan á dvöl stendur. Sameiginlegur kvöldmatur er þennan fyrsta dag.

Dagur 3 (Miðv. 22/10/2025):

Eftir morgunmat er farið í dagsferð til Cape Point og Góðrarvonarhöfða. Á leiðinni skoðum við Hout Bay en þaðan tökum við bát til fallegrar eyju þar sem m.a. er hægt að skoða seli. Áfram er haldið til Chapmans Peak og Cape Point, en þar er þjóðgarður og þar er hægt að sjá Atlantshafið og Indverska hafið mætast í allri sinni dýrð.
Við borðum hádegisverð á Two Ocean Restaurant nálægt Cape Point. Stefnt er að því að koma aftur á hótelið seinnipartinn.

 

Dagur 4 (Fimmt. 23/10/2025):

Þennan dag förum við í heimsókn til vínhéraðsins og borgarinnar Stellenbosch, sem er næst elsta borg Suður- Afríku. Við heimsækjum vínframleiðendur og smökkum að sjálfsögðu þeirra framleiðslu en þar verður hægt að kaupa ýmis úrvalsvín. Hádegisverður er snæddur á Lancerac Manor. Stefnt er að því að koma aftur á hótelið seinnipartinn.

Dagur 5 (Föst. 24/10/2025):

Eftir morgunmat förum við og kynnum okkur mannlífið fátækra svæðiHöfðaborgar. Við heimsækjum leikskóla og gróðurstöð. Leikskólinn er byggður á frumkvæði heimafólksins og rekinn af "Uthando" (=Love) samtökin. Þar hittum við starfsfólk og börn og styðjum verkefnið með okkar heimsókn. Einhver óvæn uppákoma gerist kannski. Reiknað er með að koma aftur á hótelið fljótlega eftir hádegið.

Dagur 6 (Lau 25/10/2025):

Eftir morgunmat er haldið í dagsferð að Hermanus, en leiðin þangað er um tveggja klukkutíma rútuferð þar sem keyrt er strandveg meðfram Indverska hafsins. Hermanus er lítið þorp og þekktast fyrir að þar fyrir utan sést mikið af hvölum um 5 til 6 mánuði á ári, en við förum ekki í hvalaskoðun, þar sem það er ekkert sérstakt fyrir okkur Íslendingum.

Við snæðum hádegisverð á hafnarsvæðinu, skoðum verslunarmiðstöð og markað Í Hermanus. Á leiðinni til baka er stoppað til að skoða mörgæsir. Reiknað er með að koma aftur á hótelið fljótlega eftir hádegið.

Dagur 7 (Sun 26/10/2025):

Þennan dag er miðbærinn í Höfðaborg heimsóttur. Við byrjum í Greenmarket Square, þar sem skemmtileg handverk eru til sölu auk annars. Þar á eftir frjáls tími. Engar máltíðir eru innifallnir þennan dag (nema morgunmatur á hótelinu).

Dagur 8 (Mán 27/10/2025):Eftir morgunmat förum við í heimsókn til Robbeneiland, sem er frægust fyrir fangelsið þar sem Nelson Mandela var fangi i næstum 20 ár. Síðar lét hann breyta fangelsinu í minjasafn til þess að sýna hvernig harðstjórnin vann á meðan aðskilnaðarstefnan (apartheid) var við líði. Enn vinna þarna fyrrverandi fangar sem leiðsögumenn og sýna okkur m.a. fangaklefa Nelsons Mandela. Komið er til baka fljótlega eftir hádegið og þá er tilvalið að heimsækja verslunarmiðstöðina Waterfront. Frjáls tími eftir það. 

Dagur 9 (Þrið. 28/10/2025):

Á þessum degi heimsækjum við Constantia svæðið og fallega víngarða sem eru ræktaðir þar. Einnig er Kirstenbosch grasagarðurinn heimsóttur en þar snæðum við hádegisverð.

Reiknað er með því að koma aftur á hótelið um kl. 15. Frjáls tími er eftir það. Gott að pakka fyrir brottför næsta morgun.

Um kvöldið snæðum við á veitingastaðnum GOLD en hann er dæmigerður afrískur veitingastaður sem er með rétti á matseðlinum úr hefðbundnu Cape-Malay eldhúsi auk rétta víða frá Afríku en í boði er 14 rétta einstakur kvöldverður. Allir réttir verða kynntir fyrir gestum um leið og þeir eru boðnir fram. Starfsfólkið er klætt í þjóðbúningum frá Vestur-Afríku og stemningin er einstök með trommusýningu - sannkallað matarsafarí.

Dagur 10 (Miðv. 29/10/2025):

Nú er kominn tími til að færa sig út úr höfuðborginni og út í eyðimörkina. Eftir morgunmat skráum við okkur út af hótelinu og höldum út á flugvöll. Þaðan fljúgum við fyrst til Nelspruit og þaðan til Elephant Plains Game Lodge í Sabi Sand Wildruin þar sem við dveljum næstu þrjá sólarhringana og fáum að upplifa bæði frumskóginn og eyðimörkina. Hótelið er á svæði sem er partur af Sabi Sand, sem er eitt af frægustu eyðimerkursvæðum heimsins. Svæðið er líka nálægt Kruger Park en allt þetta svæði er á stærð við Belgíu.

 

Hér er einstakt tækifæri til þess að upplifa dýralíf og náttúru. Gist er í nútímalegum litlum húsum með öllum þægindunum. Við snæðum hádegisverð við komuna og um kl. 16 er farið í ökuferð á Land Cruiser jeppum inn á þetta svæði sem er alls um 4000 hektarar. Vonandi sjáum við „the Big Five“ (sem eru fílar, nashyrningar, buffalóar, ljón og hlébarðar). Þess utan er fjöldi annara dýra sem er upplifun að sjá.

Eftir ferðina borðum við kvöldverð á hótelinu, undir berum himni ef veður leyfir. Það er einstakt að borða úti undir stjörnubjörtum himni og hlusta á fjölbreytt hljóð dýra allt í kring.

Dagur 11 (Fimmt 30/10/2025):

Við byrjun daginn snemma og verðum því vakin kl. 05:00 og fáum okkur léttan morgunverð. Við förum snemma af stað og reynum að sjá dýrin ganga að vatnsbólunum um morguninn. Við höldum aftur til baka á hótelið og  snæðum morgunverð.

Eftir morgunverðinn er í boði að fara gangandi með leiðsögumanni og tekur það um klukkutíma. Einnig er hægt að njóta útsýnis, fara í sundlaugina eða skella sér í heilsuræktina fram að hádegisverði klukkan 14.
Klukkan 16 er lagt af stað í kvöldferð í eyðimörkina. Kvöldverður verður á hótelinu.

Dagur 12 (Föst. 31/10/2025):

Í dag eru tvær ferðir í boði inn í eyðimörkina en þeir sem vilja geta líka eytt deginum á hótelinu. Hádegis- og kvöldverður. 

Dagur 13 (Laug. 1/11/2025):

Við vöknum snemma og tökum morgunferð í eyðimörkina í þriðja og síðasta skiptið. Eftir það pökkum við í töskurnar og kveðjum hótelið. Rúta sækir okkur en ferðalagið til Jóhannesarborgar tekur um 7 klst. Við borðum á stoppum á leiðinni fyrir hádegis- og kaffihlé.

Flogið verður um kvöldið frá Jóhannesarborg og til Doha (Qatar Airways). Við ætlum að gista eina nótt í Doha og skoða gull og dýrindi í landinu.

 

Dagur 14 (Sun. 2/11/2025):

Við lendum snemma dags í Doha og ætlum okkur að skoða borgina í allri sinni dýrð þennan dag. Gistum á hótel eina nótt.

Dagur 15 (Mán. 3/11/2025):

Flogið frá Doha til London Heathrow 12:45 með Qatar Airways og áfram til Keflavíkur með Icelandair en áætluð lending heima er um kl. 23:40.

Verð:                 790.000 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Verð í eins manns herbergi er 900.000 kr. 
                          80.000 kr. greiðist í staðfestingargjald, Afgangurinn, greiðist átta vikur fyrir brottför (15.7.2025).

Við afbókun fyrir 15.7.2025 endurgreiðist staðfestingagjaldið og allt sem hefur verið greitt inn, nema 30.000 kr., sem er kostnaður vegna umsýslu.
Eftir 15.7.2024 fæst engar endurgreiðslur.
Farþegar eru því beðnir um að hafa ferðatryggingu ef til forfall kemur eftir 15.7.2025.

Athugið að ferðinni gæti verið aflýst ef nægjanleg þátttaka næst ekki eða vegna Covid 19 eða samsvarandi faraldar og/eða vegna almennra ferðatakmarkanna frá yfirvöldum á þeim svæðum sem við ferðumst til. Full endurgreiðsla fæst ef til ofangreinda atriða kemur.

Innifalið:

  • Áætlunarflug Icelandair Keflavík – London Heathrow á leiðinni út og London Heathrow  – Keflavík með Icelandair á leiðinni heim.

  • Áætlunarflug Quatar Airways London – Doha – Höfðaborg á leiðinni út og Jóhannesarborg – Doha – London á leiðinni heim.

  • Innanlandsflug Höfðaborg – Nelspruit.

  • Einkaflugvél Nelspruit – Elephant Plains Lodge.

  • Rútuferð Elephant Plains – Jóhannesarborg

  • Gisting í tveggja manna herbergjum á Hyde Hotel og í húsum á Elephant Plains Lodge.

  • Transfer frá og að flugvöllum

  • Þrír hádegisverðir og tveir kvöldverðir með vín, bjór eða gos í Höfðaborg. Fullt fæði á Elephant Plains Lodge.

  • Skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingum.

  • Íslenskumælandi farastjóri og farastjóri frá Martins Resor sem er staðkunnugur.

Ekki innifalið:

  • Þjórfé (90 €, u.þ.b. 12.500 kr.) til starfsmanna hótelanna, bílstjóra og starfsmanna á Elephant Plains Lodge. Farastjóri Martins Resor innheimtar féð og greiðir.

  • Ferðatryggingar

  • Bólusetningar (tékka með heilsugæsluna)

Verð er samkvæmt gengisskráning 1. móvember 2024. Verðið er líka með fyrirvara um aukakostnað vegna bólusetninga og heilsuskoðunar ef þess er krafist af yfirvöldum.

Með fyrirvara um breytingar í dagskránni, þar sem farastjórinn getur fært hluta til milli liða.  

 

ALANDIA TRAVEL SERVICE
Per Ekström
Árskógar 7, 109 Reykjavík
Tel: + 354 - 6980822
E-mail: per@per.is
Alandia Travel Service (guide- & travel service)

Martins Resor logo.jpg
Elephants.jpg
Giraffer-SA2.jpg

Det isländska företaget Mila har några webkameror på Island: Se här...

Bl.a. på dessa platser:

- Hekla (vulkan)

- Katla (vulkan)

- Austurvöllur (centrum i Reykjavik)

- Geysir

- Gullfoss

- Jökulsárlón (isbergssjön, östra Island)

Här är en länk till vädertjänstens jordskalvssida. On line rapportering om jordskalv de senaste 48 timmarna.

Klicka här...

bottom of page